Jafnrétti stuðlar að hagvexti

Sókn kvenna á vinnumarkaðinn hefur haft áhrif á efnahagslegar framfarir …
Sókn kvenna á vinnumarkaðinn hefur haft áhrif á efnahagslegar framfarir Íslands. mbl.is/Golli

Sókn kvenna á vinnumarkaðinn samhliða lækkandi fæðingartíðni virðist hafa haft sitt að segja fyrir efnahagslegar framfarir Íslands. Sterk hagfræðileg rök virðast vera fyrir því að standa þurfi vörð um kynjajafnrétti.

Þetta kemur í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka. „Það er eins með mannauð og önnnur verðmæti – það er öllum fyrir bestu að þau séu nýtt á sem hagkvæmastan og skynsamastan hátt.“ 

Í Markaðspunktunum er farið yfir þau efnahagslegu rök sem mæla með kynjafnrétti. Þar er bent á að urmull af rannsóknum síðustu ár bendi til þess að kynjajafnrétti geti stuðlað að hagvexti og efnahagslegum framförum. 

Fæðingartíðni lækkar með atvinnuþátttöku

Í fyrsta lagi er bent á rannsóknir er sýna að meira kynjajafnrétti hafi átt stóran þátt í iðnbyltingunni og samtímis lækkandi fæðingartíðni í Evrópu. Með meira jafnrétti varð tími kvenna hlutfallslega verðmætari (í efnahagslegum skilningi), þær eignuðust færri börn og því jókst mannauður og framleiðsla á mann með aukinni atvinnuþátttöku kvenna.

Þá hefa rannsóknir einnig sýnt að aðgangur kynja að menntun sé lykilatriði í þessu samhengi. Talið er að mismunandi aðgangur að menntun útskýri um 0,4-0,9% mun á hagvexti á mann. 

Að lokum er bent á samhengi kynjajafnréttiseinkunnar World Economic Forum og landsframleiðslu á mann.

„Svo virðist sem kynjajafnrétti á Íslandi sé með því mesta sem gerist í heiminum. Það er líka svo að miklar efnahagslegar framfarir hafa fylgt auknu kynjajafnrétti síðan í byrjun 20. aldar. Þó að margt komi þarna til hefur atvinnuþáttaka kvenna eflaust haft mikið að segja um það hve mikill hagvöxtur hefur verið sl. 100 ár eða svo,“ segir í Markaðspunktum.

Tengsl landsframleiðslu á mann og jafnréttis.
Tengsl landsframleiðslu á mann og jafnréttis. Mynd/Markaðspunktar Greiningardeildar Arion
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK