Lögfræðingar úr HR best launaðir

Fimmtungur lögfræðinganna sagðist ekki myndu velja lögfræði aftur.
Fimmtungur lögfræðinganna sagðist ekki myndu velja lögfræði aftur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Alls unnu um 69% þeirra lögfræðinga sem útskrifuðust í fyrra við lögfræðistörf í apríl sl. Af þeim voru flestir útskrifaðir úr Háskóla Íslands. 

Þetta kemur fram í könnun sem Lögfræðingafélag Íslands gerði á meðal lögfræðinga sem útskrifuðust með mastersgráðu árið 2014. Alls útskrifuðust 162 með meistaragráðu úr háskólunum fjórum árið 2014. Af þeim svöruðu 112.

Af þeim 34 lögfræðingum sem ekki voru í lögfræðistörfum í apríl 2015 voru 17 í atvinnuleit og 14 í öðrum störfum.

Niðurstöðurnar eru nokkuð á skjön við umræðu síðustu ára þar sem fjallað hefur verið um offjölgun lögfræðinga og atvinnuhorfur eftir því.

Talsverður munur er á milli skóla en alls 81% (45 af 55) þeirra sem eru útskrifaðir úr Háskóla Íslands vinna lögfræðitengd störf en 64% (27 af 42) lögfræðinga úr Háskólanum í Reykjavík, 42% (3 af 7) úr Háskólanum á Bifröst og 25% (2 af 8) úr Háskólanum á Akureyri eru í slíkum störfum

Karlar betur launaðir en konur

Af þeim lögfræðingum sem útskrifuðust árið 2014 starfa 39% á lögmannsstofum, 24% hjá opinberum aðilum eða sveitarfélögum, 11% hjá fyrirtækjum eða félagasamtökum og 7% hjá fjármálastofnunum.

Þrátt fyrir að enginn munur hafi verið á því hvar karlar og konur starfa, né heldur á vinnutíma þeirra, sýnir könnunin að karlar eru betur launaðir.  Meðallaun karla eru 550 þúsund krónur en kvenna 522 þúsund krónur.

Heilt yfir eru meðallaun lögfræðinganna 535 þúsund krónur. Lögfræðingar útskrifaðir úr Háskólanum í Reykjavík eru best launaðir þar sem nýútskrifaður lögfræðingur þaðan er að meðaltali með 558 þúsund krónur á mánuði en lögfræðingur úr HÍ er hins vegar með 529 þúsund krónur.

Fimmtungur myndi ekki velja lögfræði aftur

Athygli vekur að 20% svarenda myndu hugsanlega velja annað nám ef þeir væru að hefja háskólanám í dag. Þá sögðust 2% alls ekki myndu velja lögfræði.

Algengustu ástæðurnar voru takmarkaðir atvinnumöguleikar og offramboð á lögfræðingum. Auk þess væri mikilvægt væri að hafa tengsl innan stéttarinnar til að eiga betri möguleika á atvinnu. Einn lögfræðinganna svaraði svo: „Vélrænt nám, afskaplega ópraktískar kennsluaðferðir (minnisæfingar og staðreyndahleðsla) sem hafa enga þýðingu í nútímaatvinnulífi. Lélegar atvinnuhorfur vegna offramboðs lögfræðinga.“

Fleiri nemendur úr HÍ unnu við lögfræðistörf.
Fleiri nemendur úr HÍ unnu við lögfræðistörf. mbl.is/Hjörtur
Nýútskrifaðir lögfræðingar úr HR eru betur launaðir.
Nýútskrifaðir lögfræðingar úr HR eru betur launaðir. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK