Financial Times fjallar um „smábæjarlögguna“

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

„Það er mikilvægt að gefa skýr skilaboð um glæpamennskuna og að samfélagið geti og sé reiðubúið til að bregðast við - og leyfi ekki fáeinum í samfélaginu að hegða sér þvert gegn reglum og skyldum.“

Þetta segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Financial Times.

Ítarlega er fjallað um störf sérstaks saksóknara í umfjöllun dagblaðsins virta og segir greinarhöfundur, Richard Milner, að hann sé ólíkleg hetja í heimi eftir fjármálahrunið. Hann hafi verið lögreglustjóri í litlum bæ, sem taldi um 6.500 íbúa, fyrir hrunið. „Stærsta mál hans fram að því snerist um tilraun til manndráps rétt fyrir utan Reykjavík,“ segir í fréttaskýringunni, sem ber heitið „Smábæjarlöggan sem fangelsaði bankamennina“.

Bent er á að enginn hefði viljað taka við embætti sérstaks saksóknara þegar það var sett á laggirnar seint á árinu 2008. Ólafur Þór hafi verið eini umsækjandinn um starfið þegar það var auglýst í annað sinn.

„Síðan þá hefur hann gert það sem engum öðrum saksóknara í heiminum hefur tekist: að koma bankastjórum í fangelsi vegna misgjarða þeirra fyrir fjármálahrunið,“ segir í umfjölluninni, sem áskrifendur Financial Times geta lesið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK