Letrið tók óvænt yfir

Guðmundur Úlfarsson og Mads Fr­eund Brun­se.
Guðmundur Úlfarsson og Mads Fr­eund Brun­se.

Það kann að virðast undarlegt í augum einhverra að sérhæfa sig í að búa til nýjar leturgerðir. Íslenska fyrirtækið Or Type gerir það samt og með góðum árangri. Opinbert letur Sundance kvikmyndahátíðarinnar var úr þeirra smiðju og stórblaðið New York Times keypti annað letur. Leturgerð er eins og hver önnur tíska að sögn eiganda og letursmiðs.

„Þetta var nú bara hálfgerð tilviljun,“ segir Guðmundur Úlfarsson aðspurður hvernig hann leiddist út í fagið en hann á fyrirtækið Or Type ásamt Dananum Mads Fr­eund Brun­se. Hann líkir starfseminni við plötuútgáfu en útgáfuna opnuðu þeir árið 2013 þrátt fyrir að hönnunarvinnan hafi byrjað fyrr.

<br/><br/>

Þeir fengu á dögunum einnar milljón króna styrk frá Hönnunarsjóði til þess að klára fjórar leturgerðir til viðbótar og „til að gera sig sterk­ari og sam­keppn­is­hæf­ari á þeim erfiða markaði sem let­ur­heim­ur­inn er,“ líkt og segir í umsögn Hönnunarmiðstöðvar.

Letrið er auglýsing

Félagarnir eru báðir grafískir hönnuðir og ekki sérstaklega menntaðir leturhönnuðir. „Við vorum að teikna letur fyrir verkefni sem við vorum að gera og á endanum vorum við komnir með svo mörg letur að við ákváðum að stofna leturútgáfu og auka úrvalið. Það hefur síðan tekið yfir hægt og rólega, þrátt fyrir að hafa bara átt að vera hliðarverkefni í byrjun,“ segir Guðmundur.

Þrátt fyrir að útgáfan sé ung hefur hún vakið mikla athygli og selt leturgerðir til nokkurra stórra og þekktra fjölmiðla og fyrirtækja. Meðal þeirra sem ný­lega hafa keypt og notað let­ur frá Or Type eru New York Times Magaz­ine, The Wire og Sund­ance kvik­mynda­hátíðin.

Letrið sem New York Times keypti kallast

<a href="http://ortype.is/specimen/landn%C3%A1ma/k753LamqNya83Qwau" target="_blank">„Landnáma“</a>

en fjölmiðillinn keypti það fyrir útgáfu sérblaðsins „Innovation Issue“ á síðasta ári, þar sem það var notað í fyrirsagnir, millifyrirsagnir og fleira.

Aðspurður hvernig tengingin við NYT hafi komið til segir hann fjölmiðilinn hafa fundið heimasíðu útgáfunnar og haft samband. „Við höfum fengið ágætlega mikla athygli undanfarið og þetta er nú bara þannig bransi að það fréttist þegar einhver notar letrið. Auglýsingin okkar er í rauninni alltaf letrið sjálft,“ segir Guðmundur.

NYT bað hins vegar um smávægilegar breytingar á letrinu sem strákarnir gerðu og Guðmundur segir það oft vera tilfellið. Það var að minnsta kosti einnig gert fyrir Sundance, en líkt og sjá má hér til hliðar er hringur utan um '15 í merkinu. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þá t.d. einnig hringlaga punkt yfir

<em>i</em>

í öllum texta. Í kjölfarið var letrið

<a href="http://ortype.is/specimen/l10/pkNbLDxtbN4H3Kndr" target="_blank">„L10“</a>

notað í allt efni hátíðarinnar sem fór fram í lok janúar.

Styrkurinn mikilvægur

„Þetta er mismunandi eftir verkefnum,“ segir Guðmundur aðspurður hvort hægt sé að reka fyrirtæki með einungis letur til sölu. Hann segir lykilinn liggja í því að stækka „fjölskyldur“ hverrar leturgerðar en L10 er t.d. fjölskylda af átta mismunandi stílum. Eftir að fjölskyldan var stækkuð seldist letrið betur. „Við þurfum að vinna í áframhaldandi þróun á þeim letrum sem þegar eru til staðar og nýta þann styrk,“ segir hann.

Guðmundur segir vinnuferlið við hverja leturgerð geta verið nokkuð langt. T.d. er landnámuletrið byggt á skúlptúr sem hann sá á Ingólfstorgi og hafði í kjölfarið samband við arkitektinn. Sá hafði ekki notað neitt sérstakt letur þannig að Guðmundur teiknaði það upp og breytti. Letrið gaf hann út í febrúar en hafði unnið að því frá árinu 2011.

Því segir hann styrki sem þann sem þeir fengu frá Hönnunarsjóði vera mikilvæga. „Þegar maður hefur í rauninni ekki tíma til þess að vinna þetta, af því að maður fær ekki pening, tekur það lengri tíma,“ segir hann.

Samsetningin hausverkur

Þá bætir hann við að huga þurfi að ýmsu. Hver stafur þarf að hafa rétt bil sitt hvoru megin og stafirnir þurfa að passa vel saman. „Það getur verið mikill hausverkur að klára letur,“ segir hann.

Á heimasíðu fyrirtækisins getur hver sem er keypt leturgerð að eigin vali og í framhaldinu notað hana í eigin tölvu. Guðmundur segir að flestir kúnnar séu hins vegar grafískir hönnuðir og listamenn sem vinna að staðaldri með letur. Færri eru bara „Jónar úti í bæ“ eins og Guðmundur kallar það.

<br/><em>En er til eitthvað sem heitir letursnobb?</em>

<span>Já heldur betur. Grafískir hönnuðir snobba mikið fyrir leturgerðum og það er til fullt af tegundum sem almennt eru talin viðbjóður.</span>

<br/><br/>

Líkt og fram kom í grein Bloomberg og mbl.is á dögunum er Comic Sans leturgerðin afar umdeild. Þar sagði raunar að hana ætti 

<a href="/vidskipti/frettir/2015/05/21/besta_og_versta_letrid_a_ferilskra/" target="_blank">aldrei nokkurn tímann að nota í ferilskrá</a>

 svo dæmi sé tekið. „Ekki nema um­sókn­in sé um stöðu í trúðaskóla,“ sagði sérfræðingur sem Bloomberg ræddi við.

Guðmundur nefnir að Comic Sans sé alvöru popp letur sem allir þekkja. „Allir sem eiga börn sjá þetta letur alls staðar. Það var teiknað í sérstökum tilgangi en stafirnir eru illa teiknaðir. Þegar maður er inni í einhverjum geira er alltaf eitthvað sem er ljótt, flott eða umdeilt,“ segir hann.

Bæta við flóruna

Guðmundur segir markaðinn í leturútgáfu vera vaxandi og bætir við að áður fyrr hafi það verið erfiðara að komast inn í fagið þar sem hönnuðir þurftu jafnan að koma sér fyrir hjá útgáfufyrirtækjum. Með þróun Internetsins hafa hins vegar fleiri sjálfstæðar útgáfur orðið til og þær eru í hálfgerðu stríði við þær stóru. „Þetta er keimlíkt tónlistarútgáfu þar sem menn eru sjálfir að gefa út sitt eigið efni. Mér finnst það orðið algengara að menn séu að leita eftir einhverju sérstöku og vilja kaupa eitthvað sem allir eru ekki að nota.“

<br/>

Á þessum nótum bætir Guðmundur því við að letur fylgi tískunni eins og hvað annað. „Það eru alltaf einhver letur í tísku. Síðan eru þau ofnotuð og koma þá aftur eftir tíu ár. Svona eins og Converse skórnir,“ segir hann glettinn.

<br/><em>En er alltaf hægt að búa til nýtt og nýtt letur?</em>

„Getur maður alltaf gert nýja tónlist? Getur maður alltaf skrifað nýja sögu eða gert nýja kvikmynd? Við erum með ákveðna nálgun. Við erum ekki að reyna að búa til hið fullkomna letur heldur erum við að hugsa um að bæta áhugaverðum letrum við flóruna sem þegar er til.“

<br/><br/>

Á

<a href="http://ortype.is/" target="_blank">heimasíðu Or Type</a>

er hægt að skoða leturgerðirnar sem alls eru fimm talsins og prófa að skrifa með þeim.

Lándnámuletrið sem NYT keypti og L10 letrið sem Sundance keypti.
Lándnámuletrið sem NYT keypti og L10 letrið sem Sundance keypti.
Letur Sundance hátíðarinnar var frá Or Type.
Letur Sundance hátíðarinnar var frá Or Type.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK