Airbnb fyrir ríka fólkið

Íbúð í LA sem er í boði á síðunni.
Íbúð í LA sem er í boði á síðunni. Mynd af vefsíðu Onefinestay

Onefinestay er nýtt breskt fyrirtæki í anda Airbnb. Hið fyrrnefnda býður þó einungis upp á lúxus-íbúðir þar sem meðalverðið er um 600 dollarar, eða um 80 þúsund krónur fyrir nóttina.

Fyrirtækið var að ljúka annari umferð fjármögnunar og safnaði um 40 milljónum dollara til viðbótar við þá 40 milljónir sem onefinestay hafði þegar safnað. Fjármagnið verður nýtt til þess að fara með starfsemina til fleiri borga og eru Barcelona, Róm og Berlín efst á blaði.

Gistingin er í íbúðum í einkaeigu þar sem fólki gefst kostur á að auglýsa þær til leigu, líkt og hjá Airbnb. Hins vegar er meira lagt upp úr lúxus, þar sem t.d. er gefið út tímarit með íbúðunum, hreingerningarfólk frá fyrirtækinu þrífur íbúðirnar áður en gestir mæta, auk þess að útvega hrein rúmföt og snyrtivörur

Onefinestay starfar í London, Los Angeles, París og New York. Um 10 þúsund heimili eru á skrá og þúsundir hafa notað þjónustuna. 

Frétt Business Insider.

Heimasíða Onefinestay.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK