Bjórsnyrtivörur frá Carlsberg á markað

Bjór í hárið?
Bjór í hárið? Mynd af heimasíðu Carlsberg

Bjórsjampó, bjórhárnæring og bjórkrem. Þetta eru allt vörur sem raunverulega eru til og danski bjórframleiðandinn Carlsberg er byrjaður að selja. 

Vörurnar fást einungis í Kaupmannahöfn og í netverslun fyrirtækisins. Svo virðist sem markaðurinn hafi tekið nýjungunum fagnandi því allar vörurnar eru allar uppseldar í netversluninni.

Þær eru m.a. búnar til úr bjórdufti, þar sem Carlsberg-bjór hefur verið frostþurrkaður og blandaður lífrænum efnum. Yfirmaður rannsókna hjá fyrirtækinu, Zoran Gojkovic, benti í samtali við The Drink Business á að bjórinn væri afar góður fyrir húð- og hárumhirðu. Þar mætti bæði finna prótein og vítamín.

Aðrir hafa efast um ágætin og benti húðlæknirinn Barney Kenet á að húðin tæki upp næringu innvortis. Hins vegar sagði hann þetta vera skemmtilega hugmynd og viðurkenndi að hann gæti hugsað sér að kaupa eina flösku.

Þá benti Financial Times á að vörurnar væru heldar dýrar en líkt og sjá má í vefversluninni kostar pakki með minni 250 ml flöskum af öllum þremur vörutegundum 63,84 evrur, eða tæpar 10 þúsund krónur. Líklega væri því ódýrara að taka með sér bjórflösku í sturtuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK