Tveir nýir forstöðumenn hjá Icelandair

Ingibjörg Lárusdóttir
Ingibjörg Lárusdóttir

Tveir nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir til Icelandair. Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Onboard Retail and Service, þ.e. sölu og þjónustu um borð, og Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Cabin Operations, þ.e. verkefna og starfa áhafna.

Fyrrnefnda deildin heyrir undir sölu- og markaðssvið félagsins og annast þróun og rekstur alls sölustarfs og þjónustu um borð, þar á meðal Saga Shop Kitchen og Saga Shop Collection.

Þórdís Anna Oddsdóttir hefur lokið BS-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Georgia Institute of Technology.

Hún starfaði sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Straumi fjárfestingabanka, var ráðgjafi í innkaupastjórnun hjá Statoil Refining Denmark A/S, sinnti rannsóknarvinnu og kennslu í rekstrarverkfræði hjá Denmark Techniske Universitet og nú undanfarin tvö ár verkefnastjóri í rekstrarstýringu Icelandair.

Þórdís Anna er í sambúð með Henning Jónassyni flugumferðarstjóra og á soninn Elías Atlason, fjögurra ára.

Síðarnefnda starfið felur í sér ábyrgð á meginverkefnum deildarinnar sem eru flugöryggismál, ábyrgð á þjálfun flugfreyja og flugþjóna, starfsmannamál flugfreyja og flugþjóna og framkvæmd þjónustu um borð í flugvélum félagsins.

Ingibjörg Lárusdóttir lauk BA-prófi í lögfræði árið 2012 og meistara- og fullnaðarprófi í lögfræði 2014. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins um tveggja ára skeið frá janúar 2013 til febrúar 2015 þegar hún tók við núverandi starfi sem forstöðumaður hjá Icelandair. Hún er ekki ókunnug félaginu, en hún starfaði sem flugfreyja árin 1994-2014.

Ingibjörg býr í Garðabæ og á fjögur börn.

Þórdís Anna Oddsdóttir.
Þórdís Anna Oddsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK