Lausafjárþurrð framundan

Flamengó ströndin í Puerto Rico.
Flamengó ströndin í Puerto Rico. TripAdvisor

Puerto Rico rambar á barmi greiðslufalls og talið er að lausafjárþurrð gæti komið upp þann 30. september næstkomandi.

Kar­ab­íska eyj­an sem hef­ur verið banda­rískt sjálf­stjórn­ar­svæði frá ár­inu 1898, sit­ur föst í skulda­feni en líkt og mbl hefur áður greint frá hefur fjár­málaráðherra Banda­ríkj­ana, Jacob Lew, sagt ráðamönn­um í Pú­er­tó Ríkó að þeir geti ekki bú­ist við aðstoð frá Banda­ríkj­un­um.

Pú­er­tó Ríkó hef­ur fjár­magnað halla­rekst­ur með er­lendri lán­töku um tíma og skulda nú alls um 72 millj­arða Banda­ríkja­dala. Gjald­dagi er á morgun, þann 1. júlí, og tak­ist heima­mönn­um ekki að fjár­magna 630 millj­óna doll­ara af­borg­un blas­ir við greiðslu­fall.

Skattlagning á olíu?

Í morgunpósti IFS greiningar kemur fram að samansafn af 35 bandarískum vogunarsjóðum eigi nú í samningaviðræðum við stjórnvöld. Teikn munu vera á lofti um skuldabréfafjármögnun tengda skattlagningu á olíu. Í frétt Bloomberg segir að þingmenn í Púertó Ríkó hafi í gær heitið endurgreiðslu lána. Til stendur að samþykkja 9,8 milljarða dollara fjárlög fyrir næsta ár en um 15 prósent þess á að fara í endurgreiðslur lána og vaxtagreiðslur.

Viðskipti með Ríkisskuldabréf Puerto Rico á gjalddaga 2035 eru nú að skipta um hendur á verðinu 68.5, á meðan nafnverð er 100. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK