Safnar fyrir Grikkland

Thom Feeney safnar fyrir Grikkland.
Thom Feeney safnar fyrir Grikkland. Mynd af Twitter síðu Thom Feeney

Breti að nafni Thom Feeney hefur tekið það á sig að efna til söfnunar fyrir Grikkland í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Indiegogo. Söfnunin fer afar vel af stað og peningarnir rúlla hreinlega inn. Á einum degi hafa um 8,4 milljónir safnast og upphæðin hækkar ört.

Líkt og fram hefur komið staðfesti fjár­málaráðherra Grikk­lands, Yan­is Varoufa­k­is, í morg­un að greiðsla færi ekki fram í dag til AGS í sam­ræmi við lána­skuld­bind­ing­ar lands­ins. Greiðslan nem­ur alls 1,6 millj­örðum evra.

Á söfnunarsóðunni segir Feeney að þetta þras um Grikkland sé að verða þreytt þar sem evrópskir stjórnmálamenn keppast við að hnykla vöðvana. „Af hverju leysum við fólkið þetta ekki í staðinn?“ spyr Feeney.

Hann bendir á að um 503 milljónir manna búi í löndum ESB. Ef allir láta af hendi nokkrar evrur væri auðveldlega hægt að koma Grikkjum aftur á rétta braut.

Markmiðið er að safna 1,6 milljarði evra og eru sjö dagar til stefnu. 

Ferð til Grikklands og fetaostur

Þeir sem leggja söfnuninni lið geta valið úr glaðningum sem fylgja framlaginu. Þeir eru mis veglegir og fara eftir upphæðinni.

Þeir sem leggja til þrjár evrur fá sent póstkort með mynd af forsætisráðherranum Alex Tsipras. Þeir sem leggja til sex evrur fá grískan feta ost og ólívusalat sent heim að dyrum. Þeir sem leggja til tíu evrur fá litla flösku af gríska drykknum Ouzo. 

Síðan verða gjafirnar enn veglegri en fimm þúsund evra framlagi fylgir ferð fyrir tvo til Aþenu. Þetta er þó einungis í boði fyrir íbúa ESB-ríkja. 

Með milljón evra framlagi fylgir þá þakklæti frá Evrópu og grísku þjóðinni.

Hér má sjá söfnunarsíðuna.

<blockquote class="twitter-tweet">

Decided to solve the Greek Debt Crisis via crowdfund. All I need is for everyone in EU to buy a Feta and Olive salad <a href="https://t.co/vOXKyBOJhZ">https://t.co/vOXKyBOJhZ</a>

— Thom Feeney (@ThomFeeney) <a href="https://twitter.com/ThomFeeney/status/615245112440942592">June 28, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK