Taka upp töskugjald

Mynd af vefsíðu JetBlue

Bandaríska flugfélagið Jet Blue hefur ákveðið að taka upp töskugjald frá og með næsta þriðjudegi. Farþegar munu þurfa að greiða 20 dollara, eða um 2.600 krónur fyrir að innrita eina tösku. Á síðasta ári námu tekjur bandarískra flugfélaga af töskugjöldum um 864 milljónum dollara, eða um 114 milljörðum íslenskra króna.

Þar af var hlutdeild flugfélagsins Delta, sem m.a. flýgur til Íslands, sú mesta en félagið halaði inn 198 milljónum dollara, eða 26 milljörðum íslenskra króna, í töskugjöld. Til samanburðar námu tekjur JetBlue 22 milljónum dollara, eða 2,9 milljörðum króna.

Markaðurinn virðist taka vel í áform Delta þar sem hlutabréf hækkuðu um 2,5 prósent í kjölfar tilkynningarinnar.

Líkt og að framan greinir mun það kosta 20 dollara að innrita eina tösku ef það er gert fyrirfram en hins vegar er verðið hærra á flugvellinum, þar sem það kostar 25 dollara. Fyrir tvær töskur þarf að greiða 35 dollara en þrjár kosta 100 dollara.

Í flugvélum JetBlue er farþegum boðið upp á ókeypis óáfenga drykki, nasl og sjónvarp og ekki stendur til að breyta því að því er fram kemur í tilkynningu.

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK