Fá rýmri fjárfestingarheimildir

Frumvarp sem felur í sér rýmri fjárfestingarheimildir fyrir lífeyrissjóði var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin víkka heimildir lífeyrissjóða til þess að að fjárfesta í félögunum sem skráð eru á First North markaðinn.

First North er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti. Hann er sérsniðinn fyrir félög sem vilja vera á markaði en eiga ef til vill ekki kost á því að vera á aðalmarkaði Norrænu kauphallarinnar. First North er því talinn góður valkostur fyrir ung og smá félög eða félög í vexti.

Eftir breytinguna sem var samþykkt á lögum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða er sjóðum nú heimilt að fjárfesta fyrir allt að 5 prósent af hreinni eign sjóðsins í verðbréfum sem verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga, líkt og á First North markaðnum. 

Þetta kemur til viðbótar þeim 20% sem þegar var heimilt að fjárfesta í óskráðum bréfum samkvæmt lífeyrissjóðslögum.

Í morgunpósti IFS greiningar er bent á að lífeyrissjóðirnir þurfi ekki lengur að flokka First North sem óskráð félög, en talið er að það muni gera félögin þar aðgengilegri. „Má búast við því að smærri og meðalstór fyrirtæki sjái sér hag í því að skrá sig á þann markað,“ segir IFS greining.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK