Landsbankinn hafnar endurgreiðslu á skatteign

Stofnfjáreigendur telja sig ekki hafa verið hafða með í ráðum …
Stofnfjáreigendur telja sig ekki hafa verið hafða með í ráðum þegar sparisjóðurinn var tekinn yfir. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt bréfi sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sendi Vestmannaeyjabæ og Morgunblaðið hefur undir höndum, telur bankinn sér ekki skylt að bæta stofnfjáreigendum Sparisjóðs Vestmannaeyja 22 milljóna vanmat á skatteign sjóðsins sem fluttist yfir til bankans við sameiningu stofnananna fyrr á árinu.

Skatteignin byggist á því að við sameiningu stofnananna gat Landsbankinn flutt tap af rekstri sparisjóðsins til frádráttar á skattstofni sínum. Í upphaflegu samkomulagi sem samruninn byggðist á, var talið að yfirfæranlegt tap næmi 1.304 milljónum króna.

Úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG, sem kallað var eftir til að meta allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins, leiddi hins vegar í ljós að yfirfæranlegt tap nemur 1.414 milljónum króna og mismunurinn á þeirri upphæð og upprunalega matinu felur í sér aukna skatteign sem nemur 22 milljónum króna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK