Ómerktar Coke-dósir í búðir

„Merkingar eru fyrir dósir en ekki fólk“ er slagorð nýrrar herferðar gosdrykkjarisans Coca-Cola í Miðausturlöndum. Henni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um fordóma og fjölbreytileika en dósirnar verða í verslunum á meðan Ramadan-mánuðinum stendur.

Í frétt Adweek kemur fram að auglýsingastofan FP7/DXB, sem er í Dubai, eigi hugmyndina að herferðinni en í tilkynningu frá stofunni er bent á að í Miðausturlöndum búi fólk af tvö hundruð þjóðarbrotum en að fordómar séu samt sem áður ríkjandi. Coke dósunum er ætlað að senda þau skilaboð að „heimur án merkinga sé heimur án mismununar.“

„Í grunninn erum við öll eins - mennsk,“ segir auglýsingastofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK