Háskóli Íslands mun lána Alvotech helming leigunnar

Stefnt er að því að taka nýtt hús Alvotech og …
Stefnt er að því að taka nýtt hús Alvotech og Alvogen í Vatnsmýrinni í notkun undir lok ársins. mbl.is/Árni Sæberg

Í samningi milli Vísindagarða Háskóla Íslands og Alvotech um byggingu húsnæðis undir starfsemi fyrirtækisins er kveðið á um að Alvotech skuli greiða 431 krónu á mánuði í lóðarleigu fyrir hvern byggðan fermetra.

Leigan er verðtryggð. Þegar húsið verður fullbyggt, samtals 11.150 fermetrar, verður leigan því rúmlega 4,8 milljónir á mánuði. Í samningnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og fjallað er um í blaðinu í dag, er greiðslufyrirkomulag á leigu lóðarinnar skýrt.

Samkomulagið felur í sér að frá afhendingu lóðarinnar 6. nóvember 2013 og þar til húsið verður tekið í notkun í lok árs 2015 greiðir Alvotech um 25% af umsamdri lóðarleigu og telst helmingur þeirrar upphæðar til lóðarleigu á fyrrgreindu tímabili, eða rúmlega 600.000 krónur á mánuði. Hinn helmingur greiðslunnar, jafnhá upphæð, safnast upp og nýtist til frádráttar þeirri leigu sem fyrirtækinu ber að greiða á þeim tíma sem líða mun frá því að húsnæðið er tekið í notkun og þar til framleiðsla mun hefjast í því.

Frá þeim tíma mun Alvotech greiða fullt verð á mánuði en fyrirtækið mun þó fá helminginn af þeirri upphæð að láni frá Vísindagörðum, rúmlega 2,4 milljónir króna á mánuði. Greiðsla á því láni hefst þegar framleiðsla í húsinu fer af stað, í síðasta lagi árið 2019. Þá munu afborganir standa yfir í allt að 10 ár, að hámarki til ársins 2029.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK