Bandarískur sjóður keypti LS retail

Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail
Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail Árni Sæberg

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Anchorage Capital Group hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS retail, en áður var eigandi þess eignarumsýslufélagið ALMC, sem áður hét Straumur-Burðarás fjárfestingabanki. Salan átti sér stað nú í lok maí, en fjárfestingasjóðurinn er meðal þeirra stærstu í heiminum með yfir 16 milljarða dala í stýringu. Magnús Norðdahl, forstjóri LS retail, staðfestir þetta í samtali við mbl.is, en hann segir kaupin skapa ýmis tækifæri fyrir félagið.

LS retail varð hluti af ALMC árið 2009 þegar allar eigur gamla Straums-Burðaráss fóru í nýja félagið í kjölfar nauðasamninga. Magnús segir að alltaf hafi legið fyrir að félagið yrði selt á næstu fimm árum frá því og nú hafi þessi bandaríski fjárfestingasjóður tekið skrefið.

Öll starfsemi LS retail sem er hér á landi verður áfram hér, en starfsmenn fyrirtækisins á Íslandi eru um 100 talsins. Segir Magnús að allt sé óbreytt varðandi stefnu fyrirtækisins og að helsta breytingin sem hann sjái með kaupunum sé að ef þörf sé fyrir aukið fjármagn vegna stækkunar ætti slíkt að reynast auðveldara núna.

Anchorage Capital Group er meðal 30-40 stærstu fjárfestingasjóða í heiminum, en hann var stofnaður árið 2003 af fyrrum starfsmönnum Goldman Sachs, Kevin Ulrich og Anthony Davis. Árið 2013 stækkaði sjóðurinn hratt og var á þeim tíma með rúmlega 10 milljarða í stýringu.Vefurinn Hedgethink taldi þá sjóðinn vera þann 46. stærsta í heimi. Síðan þá hefur sjóðurinn bætt talsvert við sig í stýringu og er nú gert ráð fyrir að það séu yfir 16 milljarðar dala, eða um tvö þúsund milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK