Biðu í röðum við bankana

Grískir bankar voru opnaðir aftur í dag eftir að hafa verið lokaðir í þrjár vikur. Tíu prósent hækkun á söluskatti tekur einnig gildi í dag og búist er við miklum verðhækkunum í landinu.

Söluskatturinn var eitt þeirra skilyrða sem lánadrottnar settu fyrir frekari lánveitingum en hann hækkar úr 13% í 23%.

Grískum bönkum var lokað hinn 29. júní síðastliðinn eftir að ríkisstjórnin boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðhaldstillögur lánadrottna. Bankarnir hafa því verið lokaðir í þrjár vikur og á meðan hefur almenningur einungis getað tekið út sextíu evrur, eða um 8.800 krónur, á dag. 

Eldri borgarar fengu forgangsnúmer fyrir utan bankana er þeir voru …
Eldri borgarar fengu forgangsnúmer fyrir utan bankana er þeir voru opnaðir aftur í morgun. AFP

Takmörkuð starfsemi

Þrátt fyrir að bankarnir verði opnaðir aftur eru takmarkanir á starfseminni. Ströng skilyrði hafa verið sett fyrir millifærslu peninga til útlanda auk þess sem takmarkað hefur verið hverjir geta stofnað bankareikninga í Grikklandi.

Reglur um daglegar hámarksúttektir breytast jafnframt í dag þar sem Grikkir geta nú vikulega tekið út 420 evrur, eða um 62 þúsund krónur. Það jafngildir um 8.800 krónum á dag og breytist dagleg hámarksupphæð því ekki. Enda er breytingin einungis gerð til þess að stytta raðir við hraðbankana þar sem fólk þarf ekki að nýta heimildina að fullu á hverjum degi.

Grískur arkitekt sagði í samtali við BBC að það breytti hins vegar litlu fyrir rekstur hans að bankarnir væru að opna aftur. Hann sagði stærsta vandamálið liggja í því að hann gæti ekki greitt birgjum. Með því áframhaldi hefði hann að lokum engar vörur til þess að selja.

Dýrkeypt lokun

Það hef­ur reynst Grikkj­um dýr­keypt að hafa bank­ana lokaða nú í þrjár vik­ur. Sam­kvæmt skýrslu, sem gríska dag­blaðið Kat­hi­mer­ini greindi frá í morg­un, hef­ur gríska hag­kerfið orðið af um þrem­ur millj­örðum evra vegna lok­ana bank­anna.

Evr­ópski seðlabank­inn ákvað fyrr í vik­unni að auka lausa­fjárstuðning sinn við gríska banka um 900 millj­ón­ir evra. Gríska banka­kerfið hef­ur verið háð þess­um seðlabankalán­um á und­an­förn­um mánuðum, enda eru fjár­mála­markaðir lokaðir fyr­ir bönk­un­um þar í landi.

Vinstri stjórn Tsipras hef­ur samþykkt að hækka skatta, gera breyt­ing­ar á líf­eyri­s­kerfi lands­ins og auka einka­væðingu í land­inu. Áður hafði stjórn­in neitað slíku í viðræðum um neyðarpakka upp á 86 millj­arða evra fyr­ir næstu þrjú ár í viðræðum við kröfu­hafa.

Grikkir bíða í röðum við banka í dag.
Grikkir bíða í röðum við banka í dag. AFP
Hægt er að taka úr 420 evrur á viku frá …
Hægt er að taka úr 420 evrur á viku frá og með deginum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK