Rekur á eftir Samkeppniseftirlitinu

Mjólkursamsalan.
Mjólkursamsalan. Eggert Jóhannesson

Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi og ítrekað áskorun sína frá því í desember um að rannsókn á samkeppnismáli Mjólkurbúsins Kú gegn Mjólkursamsölunni verði hraðað eins og kostur er.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tilefnið sé ný ákvörðun verðlagsnefndar búvara um samkeppnishamlandi verðhækkun á hrámjólk til úrvinnslu.

Líkt og mbl hefur áður greint frá ætlar KÚ að kæra hækkunina til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Í tilkynningu frá mjólkurbúinu sagði að smærri úr­vinnsluaðilar þurfi að greiða MS „sam­keppn­is­skatt“ ofan á mjólk­ur­verð og verði þannig fyr­ir fjár­hags­legu tjóni.

Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir fyrir samkeppnisbrot gegn Kú í september síðastliðnum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísaði málinu aftur til Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar í desember, eftir að í ljós kom að MS hafði leynt lykilgögnum við rannsókn málsins.

Óþolandi ástand

„FA vill af þessu tilefni ítreka mikilvægi þess að niðurstaða fáist skjótt um framgöngu Mjólkursamsölunnar gagnvart keppinautum sínum. Það er óþolandi að markaðsráðandi fyrirtæki komist upp með að draga málsmeðferð á langinn með því að leyna gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu eins og MS gerði í þessu máli,“ segir í erindi Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA til Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

„Smærri keppinautar hafa einfaldlega ekki bolmagn til að bíða niðurstaðna samkeppnisyfirvalda mánuðum og jafnvel árum saman,“ segir í erindinu.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK