Miðlar reynslunni af gjaldþroti

Antoine Walker
Antoine Walker

Þrátt fyrir að hafa þénað 108 milljónir dollara, eða að jafnvirði 14,5 milljarða íslenskra króna á ferlinum varð körfuboltastjarnan Antoine Walker gjaldþrota árið 2010. Í dag sér hann um forvarnarstarf með Morgan Stanley bankanum og biður unga íþróttamenn um að halda betur um budduna.

Walker lék m.a. með Boston Celtics og Miami Heat og var þrisvar valinn í bandaríska All-Star liðið. Hann ólst hins vegar upp í gettóinu í Chigaco þar sem fjölskyldan hafði ekki mikið milli handanna. Þegar peningarnir fóru að streyma inn lifði hann óhóflega hátt, keypti dýra skartgripi, bíla og nokkrar íbúðir. „Ég skapaði mjög dýran lífsstíl. Þannig taparðu peningum,“ segir Walker í samtali við CNN Money. 

Þá reyndi hann að sjá um fjölskyldu og vini sem áttu lítinn pening. „Ég dekraði þau og gaf þeim allt sem þau vildu. Þú getur ekki gert það. Ég var bara opinn hraðbanki allan ferilinn,“ segir Walker.

Þá tapaði hann einnig töluverðu í fjárhættuspilum þrátt fyrir að þau hafi ekki verið rót vandans. Walker stofnaði einnig fyrirtækið Walker Ventures og fór út í fasteignabrask. Fjármálakreppan fór illa með fyrirtækið og Walker var persónulega í ábyrgð fyrir tuttugu milljónum dollara.

Með tvö ráð

Nú þegar Walker hefur farið í gegnum gjaldþrotið segist hann vilja fræða unga íþróttamenn og vinnur því að heimildarmyndinni „Gone in an Instant“. Þá hefur hann í samtarfi við Morgan Stanley haldið fyrirlestra í Boston háskólanum og hjá Seattle Seahawks liðinu. „Þessir einstaklingar neyðast til þess að taka stórar ákvarðanir á unglingsárum og þær ákvarðanir fylgja þeim um langan tíma,“ segir Walker.

Hann segist hafa tvö ráð fyrir yngri kynslóðina. Í fyrsta lagi að læra orðið nei og nota það við vini og fjölskyldu. Í öðru lagi að hugsa um framtíðina en ekki bara núið. 

Walker keypti dýra skartgripi og lifði hátt.
Walker keypti dýra skartgripi og lifði hátt. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK