Skífan opnuð aftur

Verslun Skífunnar í Kringlunni var lokað fyrr á árinu.
Verslun Skífunnar í Kringlunni var lokað fyrr á árinu. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fyrir rúmum fjórum mánuðum var verslunum Skífunnar í Kringlunni og Smáralind lokað. Líkt og Guðmundur Magnason, eigandi Magna versl­ana ehf. sem á og rek­ur Skíf­una, Gamestöðina og Heim­kaup.is, sagði í samtali við mbl voru verslanirnar einfaldlega orðnar of litlar og vöruúrvalið hafði farið minnkandi ár frá ári.

Titlum í boði fækkaði og um leið ástæðum tónlistarunnenda til að heimsækja verslanirnar. 

Í dag opnar Skífan hins vegar vefverslun á vef Heimkaup.is. Í tilkynningu frá Skífunni segir að í vefversluninni sé nú að finna eitt landsins mesta úrval af geisladiskum og vínilplötum.

„Tónlistin fær sífellt minna pláss í hillum verslana en tónlistarunnendur gera hins vegar alltaf meiri og meiri kröfur um úrval og fjölbreytni. Í nágrannlöndunum hefur sala á þessum vörum flust á netið, en í vefverslunum þurfa diskarnir ekki rándýrt verslunarpláss. Sem dæmi má nefna að í könnun sem Royal Mail gerði í Bretlandi í apríl s.l. var geisladiskurinn í 7. sæti þegar fólk var spurt hvers konar vörur það verslaði á netinu. Við eigum því von á góðum móttökum,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningu.

Heimkaup.is sér svo um að koma diskum til kaupenda en heimsending er frí ef pantað er fyrir fjögur þúsund krónur eða meira.

Frétt mbl.is: Skífunni lokað eftir 40 ár

Frá vefverslun Skífunnar
Frá vefverslun Skífunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK