Hátt í 200 sumarstarfsmenn

HB Grandi
HB Grandi mbl.is/Þórður

Konur eru í nokkrum meirihluta sumarafleysingafólks hjá HB Granda í ár en alls voru ráðnir 192 til afleysinga hjá fyrirtækinu og dótturfélögum þess í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði. Þetta er að uppistöðu til námsmenn sem fylla skörð þeirra fastráðnu starfsmanna sem fara í sumarleyfi.

Þetta kemur fram í samtali Skessuhorns við Kristínu Helgu Waage Knútsdóttur hjá starfsþróunardeild HB Granda. Af þessum 192 eru um þrjátíu manns sem reyna fyrir sér í fyrsta skipti á þessum vettvangi.

Þá voru flestir ráðnir til sumarafleysinga á fjórum starfsstöðvum HB Granda og dótturfélaga á Akranesi, eða alls 73.

Næst á eftir kemur Vopnafjörður með 64 starfsmenn og í Reykjavík hafa 52 verið ráðnir til starfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK