Loka einum Subway stað

Subway
Subway Ljósmynd/Wikipedia

Ákveðið hefur verið að loka veitingastaðnum Subway á Ísafirði frá og með 1. september næstkomandi.

Í samtali við Bæjarins besta segir Ingibjörg Eðvaldsdóttir, mannauðsstjóri hjá Stjörnunni ehf., sem rekur Subway staðina á Íslandi, að enginn rekstrargrundvöllur sé fyrir starfseminni á Ísafirði

„Núverandi verslunarstjóri hefur lyft staðnum upp og bætt reksturinn en það dugar ekki til. Staðurinn er ekki nógu vel sóttur, ekki einu sinni þegar bæjarhátíðirnar standa yfir,“ er haft eftir henni.

„Þannig að því miður verðum við að loka Subway á Ísafirði 1. september,“ er haft Ingibjörgu.

Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994. Nú eru Subway staðirnir 24 talsins en eftir lokunina verða þeir einum færri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK