Nýir forstöðumenn hjá OR

Brynja Kolbrún Pétursdóttir
Brynja Kolbrún Pétursdóttir Mynd/Orkuveita Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið til fyrirtækisins tvo nýja forstöðumenn á fjármálasvið, þá Ásgeir Westergren og Kenneth Breiðfjörð, auk þess sem Brynja Kolbrún Pétursdóttir hefur tekið við forstöðu fjárstýringar og áætlanagerðar.

Brynja Kolbrún hefur starfað hjá OR frá árinu 2008. Áður starfaði Brynja sem fjármálastjóri hjá Banönum og í fjármáladeild Hagkaupa. Brynja er með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku. Fjárstýring og áætlanagerð er ný eining sem verður til með skipulagsbreytingum á fjármálasviðinu.

Ásgeir Westergren hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar. Ásgeir hefur starfað hjá Reykjavíkurborg síðustu sjö árin, lengst af sem deildarstjóri áhættustýringar. Auk þess hefur Ásgeir sinnt ráðgjafastörfum og kennt við Háskólann í Reykjavík. Ásgeir er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á áhættustýringu frá sama skóla. Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR, hafði fram að ráðningunni jafnframt veitt áhættustýringunni forstöðu.

Kenneth Breiðfjörð er nýráðinn forstöðumaður innkaupa- og rekstrarþjónustu. Kenneth starfaði áður hjá Húsasmiðjunni, síðast sem framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs en þar áður sem vörustjóri og rekstrarstjóri timbursölu. Kenneth er með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði, M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands auk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Ásgeir Westergren
Ásgeir Westergren Mynd/Orkuveita Reykjavíkur
Kenneth Breiðfjörð
Kenneth Breiðfjörð Mynd/Orkuveita Reykjavíkur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK