Topshop hendir þvengmjóum gínum

Viðskiptavinir bentu á að konur væru ekki í laginu eins …
Viðskiptavinir bentu á að konur væru ekki í laginu eins og þessu gína. Mynd af Facebook síðu Topshop

Verslanakeðjan Topshop ætlar að losa sig við gínur sem fengu útreið á Facebook. Viðskiptavinur birti mynd af gínunni á Facebook síðu Topshop og sagði hana vera fáránlega í laginu. Á skömmum tíma höfðu tæplega fjögur þúsund manns líkað við færsluna sem Topshop svaraði að lokum. 

Myndin var tekin í verslun Topshop í Bristol í Bretlandi.

Topshop þakkaði Lauru Kate Berry fyrir að hafa haft samband og sagðist telja það mikilvægt að gínurnar í verslunum fyrirtækisins og fyrirsætur í auglýsingaherferðum væru í heilbrigðri stærð.

Þá sagði að gínurnar væru fengnar frá framleiðanda sem hefur verið starfandi í um þrjátíu ár og ættu að vera í bresku stærðinni 10 og hávaxnari en meðalkonan, eða um 187 cm, til þess að vekja meiri athygli í versluninni.

„Að því sögðu viljum við að taka tillit til skoðana þinna og annarra viðskiptavina og munum ekki panta fleiri gínur í þessum stíl. Skoðanir viðskiptavina eru okkur mjög dýrmætar,“ segir Topshop á Facebook.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK