Agla ráðinn framkvæmdastjóri Ráðum

Agla Sigríður Björnsdóttir
Agla Sigríður Björnsdóttir Aðsend mynd

Agla Sigríður Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðum ehf. sem er dótturfyrirtæki Expectus. Ráðum ehf. sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf til fyrirtækja og stofnana.

Agla hefur undanfarin ár verið ein af eigendum Capacent og starfað sem ráðgjafi hjá Capacent Ráðningum en hún hefur verið ráðningarstjóri Vinna.is frá upphafi.

„Við erum afar ánægð með að fá Öglu til liðs við okkur. Reynsla hennar mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu félagsins og mun án efa skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar,“  er haft eftir Hildi Erlu Björgvinsdóttur, stjórnarformanni Ráðum.

Agla var ein stofnenda Ráðningarþjónustu Gallup árið 1997 sem síðar varð Capacent Ráðningar og árið 2000 stofnaði hún Vinna.is ráðningarstofu sem er í eigu Capacent og var fyrsta stofan sinnar tegundar sem sérhæfði sig í ráðningum í  framlínustörf.

Í tilkynningu segir að Agla hafi séð um ráðningar forstjóra fyrirtækja, millistjórnenda, sérfræðinga og starfsfólks í framlínu. Þá hafi hún haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra auk þess sem eftir hana hafi birst fjölmargar greinar tengdar atvinnulífinu.

Agla tekur við starfi framkvæmdastjóra 1. sept. n.k.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK