Start-hnappurinn snýr aftur

Notendur prófa Windows 10 stýrikerfið.
Notendur prófa Windows 10 stýrikerfið. AFP

Windows 10 verður dreift í gegnum netið í dag en meðal nýjunga eru nýr vafri, Hello öryggiskerfi, hraðvirkara stýrikerfi auk þess sem gamalkunni start hnappurinn snýr aftur.

Ekki stendur til að gefa út fleiri útgáfur af stýrikerfinu heldur verður það framvegis uppfært reglulega. Windows 10 verður ókeypis fyrir þá sem nota Windows 7 og Windows 8.1 og mun virka jafnt á símum sem tölvum, spjaldtölvum og Xbox.

Takmarkað magn af tölvum fær hins vegar uppfærsluna í júlí en flestir munu geta uppfært í ágúst. „Uppfærslan er ókeypis fyrir helstu Windows kerfi til 29. júlí 2016. Það tekur Microsoft einhvern tíma að senda öllum uppfærslu enda eru þeir að uppfæra um 500 milljón tölvur,” segir í bloggi Björns G. Birgissonar vörustjóra PC búnaðar hjá Nýherja.

Við uppfærsluna dettur Windows Media Center út og því mun þurfa annan hugbúnað til þess að skoða t.d DVD myndir. Þá hverfa leikir á borð við kapal og Minesweeper og þá mun þurfa að sækja sérstaklega í Microsoft store.

Í tilkynningu er haft eftir Terry Myerson, framkvæmdastjóra stýrikerfa hjá Microsoft, að stuðst hafi verið við athugasemdir og ábendingar frá yfir 5 milljónum notenda við hönnun Windows 10. Um sé að ræða besta Windows-stýrikerfið frá upphafi og það muni færa fólki og fyrirtækjum öll réttu tækin og tólin til að gera stórkostlega hluti í tölvum sínum, símum og snjalltækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK