Hagnaður Deutsche Bank þrefaldaðist

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. AFP

Hagnaður Deutsche Bank nam 818 milljónum evra á öðrum fjórðungi ársins og meira en þrefaldaðist á milli ára. John Cryan, nýr bankastjóri bankans, lofar því þó að endursoða rekstur bankans og draga úr rekstrarkostnaði, sem hann segir „óviðunandi háan“.

Þá jukust tekjur félagsins um 17% á milli ára og numu 9,2 milljörðum evra á ársfjórðunginum.

Cryan, sem tók við bankastjórastarfinu í byrjun júlímánaðar, sagði að afkoman endurspeglaði ekki getu bankans.

Mikið verk væri fyrir höndum að draga úr rekstarkostnaði og hreinsa efnahagsreikninginn.

Ans­hu Jain og Jur­gen Fitschen deildu með sér bankastjórastólnum áður en Cryan tók við starfinu. Þeir þykja hafa glatað trausti hlut­hafa að und­an­förnu.

Fyrr í sumar kynntu þeir nýja stefnu sem er ætlað að auka ávinn­ing hlut­hafa, en rekst­ur bank­ans hef­ur gengið erfiðlega að un­danförnu. Benda sér­fræðing­ar meðal ann­ars á að stutt sé síðan bank­inn var sektaður um 2,5 millj­arða dala vegna aðild­ar sinn­ar að Li­bor-svindl­inu svo­nefnda.

Þá greiddu 39% hlut­hafa gegn sitj­andi fram­kvæmda­stjórn á aðal­fundi bank­ans fyr­ir tveim­ur vik­um. Kölluðu marg­ir fjár­fest­ar í kjöl­farið eft­ir að Jain og Fitschen segðu af sér.

Jain lét af störf­um í lok júní­mánaðar en Fitschen verður bankastjóri með Cryan fram að hluthafa­fundi bank­ans í maí á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK