Blængur í heimahöfn í fyrsta skipti

Blængur NK siglir inn Norðfjörð í fyrsta sinn. Ljósm. Guðlaugur …
Blængur NK siglir inn Norðfjörð í fyrsta sinn. Ljósm. Guðlaugur Birgisson á vef Síldarvinnslunnar

Frystitogarinn Blængur NK (áður Freri RE) er í fyrsta sinn kominn til heimahafnar í Neskaupstað. Síldarvinnslan festi kaup á skipinu fyrr í sumar og hélt það til veiða frá Reykjavík hinn 10. júlí. Veitt var á Halanum og var aflinn í þessari fyrstu veiðiferð rúmlega 300 tonn upp úr sjó, en meginhluti aflans var ufsi.

Skipstjóri í veiðiferðinni var Sigtryggur Gíslason en hann er skipstjóri á Kaldbak, sem er systurskip Blængs. Bjarni Ólafur Hjálmarsson var fyrsti stýrimaður í veiðiferðinni en hann tekur nú við sem skipstjóri á Blængi.

Blængur tekur drjúgt pláss í höfninni, enda skipið 79 metra langt. Skipið var lengt og vélbúnaður þess endurnýjaður árið 2000 auk þess frystilestin var endurnýjuð. Blængur er 1723 tonn að stærð og eru 26 menn í áhöfn skipsins, segir á vef Síldarvinnslunnar.

Ráðgert er að Blængur haldi til veiða á ný nk. fimmtudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK