Lækka stýrivexti í Rússlandi

Vladimir Pútin, forseti Rússlands.
Vladimir Pútin, forseti Rússlands. AFP

Seðlabanki Rússlands ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um fimmtíu punkta, niður í 11%. Þetta er í fimmta sinn frá því í janúarmánuði sem bankinn lækkar vextina, en hann hefur reynt það sem hann getur til að blása lífi í rússneskt efnahagslíf. 

Lágt olíuverð og refsiaðgerðir Vesturveldanna gagnvart Rússum hafa haft skaðleg áhrif á rússneskan efnahag.

Rússneska rúblan féll gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum eftir að tilkynnt var um ákvörðun seðlabankans. Hefur hún til að mynda ekki mælst eins verðlítil gagnvart dollaranum í fjóra mánuði.

Rúblan hefur nú tapað um 15% af verðgildi sínu frá því í maí.

Þá hækkaði verðbólgan í landinu í fyrsta sinn í nokkra mánuði í júlí. Fór hún úr 15,3% í 15,8%, að sögn Seðlabanka Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK