Downey Jr. tekjuhæsti leikari heims

Robert Downey Jr.
Robert Downey Jr. AFP

Bandaríski leikarinn Robert Downey Jr. er tekjuhæsti leikari heims, samkvæmt nýjum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Hann þénaði um 80 milljónir dala, sem jafngildir um ellefu milljörðum króna, á seinustu tólf mánuðum.

Það er þrjátíu milljónum dala meira en Jackie Chan, sem er í öðru sæti á listanum.

Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. trónir á toppi listans yfir tekjuhæstu karlkyns leikara heims. Hann fór með hlutverk Járnmannsins í kvikmyndinni Avengers: Age of Ultron, sem skilaði honum heilmiklum tekjum.

Vin Diesel vermir þriðja sætið með 47 milljónir dala.

Tíu tekjuhæstu leikarar heims

1. Robert Downey Jr. - 80 milljónir dala
2. Jackie Chan - 50 milljónir dala
3. Vin Diesel - 47 milljónir dala
4. Bradley Cooper - 41,5 milljónir dala
5. Adam Sandler - 41 milljón dala
6. Tom Cruise - 40 milljónir dala
7. - 8. Amitabh Bachchan - 33,5 milljónir dala
7. - 8. Salman Khan - 33,5 milljónir dala
9. Akshay Kumar - 32,5 milljónir dala
10. Mark Wahlberg - 32 milljónir dala

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK