Wow air óstundvísast

Wow air
Wow air

Icelandair og Air Berlin voru stundvísustu flugfélögin sem flugu um Keflavíkurflugvöll í júlí. Annan mánuðinn í röð var Wow air óstundvísasta flugfélagið og á það bæði við um brottfarir og komur. Þetta kemur fram í útreikningum Dohop, en þeir byggja á tölum frá Isavia.

Dohop hefur skoðað stundvísi flugfélaganna á nýliðnum mánuði og kom í ljós að flugfélögin Icelandair og Air Berlin voru stundvísust við brottfarir, með 76% brottfara á réttum tíma. Meðaltöf við brottfarir er þó lægri hjá Airberlin, eða tæpar 9 mínútur, en Icelandair er með rúmar 10 mínútur í meðaltöf. Icelandair hefur verið með 1.253 brottfarir í júlímánuði frá Keflavíkurflugvelli og Air Berlin var með 67 brottfarir. Við komur til Keflavíkur var þýska flugfélagið Air Berlin annan mánuðinn í röð stundvísast með um 87% stundvísi. Annan mánuðinn í röð í röð er Wow air óstundvísasta flugfélagið bæði við brottfarir og komur.

Flugfélag

Hlutfall brottfara á réttum tíma

Meðaltöf í mínútum

Hlutfall komu á réttum tíma

Meðaltöf í mínútum

Icelandair

76%

10,18

74%

13,02

WOW air

73%

7,96

69%

11,09

EasyJet

74%

10,14

84%

6,70

Air Berlin

76%

8,91

87%

3,70

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK