Vinsældirnar líkt og 2007

Hér má sjá Svaninn og Eggið fléttast saman.
Hér má sjá Svaninn og Eggið fléttast saman. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Líkt og með önnur hönnunarhúsgögn dró úr sölu á frægu Arne Jacobsen stólunum Egginu og Svaninum á árunum eftir hrun. Í dag er salan á stólunum tveimur hins vegar orðin svipuð og á árunum 2007 til 2008.

Stólarnir fást í Epal en Eyjólfur Pálson, eigandi verslunarinnar, telur að fólk sé almennt orðið meðvitaðra um að hönnunarhúsgögn séu góð fjárfesting. „Ef það kemur aftur slæmt tímabil er hægt að selja þessi húsgögn. Ef þú hins vegar kaupir eitthvað bölvað drasl sem verður ónýtt eftir stuttan tíma eru engin verðmæti í því,“ segir Eyjólfur. „Skilningur fólks um verðmæti hlutanna hefur almennt aukist,“ segir hann.

Svanurinn kostar allt frá rétt rúmri milljón með ullaráklæði til tæplega tveggja milljóna króna með leðuráklæði. Svanurinn með ullarákvæði kostar tæpar sex hundruð þúsund krónur en með leðuráklæði kostar hann tæpa milljón.

Stólarnir eru framleiddir af Fritz Hansen sem Eyjólfur segir einna vinsælasta vörumerkið í Epal þar sem stóllinn Sjöan selst einnig mjög vel. 

Kannast ekki við hjarðhegðun

Eyjólfur segir að sala á ýmiss konar smáhlutum hafi einnig aukist jafnt og þétt. Þar stendur danska hönnunarhúsið Hay sterkum fótum en Eyjólfur segir hlutdeild þess hafa vaxið mikið að undanförnu. Þar eru bæði húsgögn, púðar og aðrir aukahlutir vinsælir. „Hay er keypt í mörg kaffihús, hótel og veitingastaði vegna þess að húsgögnin standast ströngustu kröfur,“ segir Eyjólfur.

Aðspurður um meinta hjarðhegðun Íslendinga í kauphegðun segist Eyjólfur ekki taka eftir miklum tískubylgjum. „Sem betur fer hefur fólk mjög misjafnar skoðanir og salan eykst hjá okkur vegna þess að við erum með alla frægustu hönnuði heims,“ segir hann.

Eggið sem var í eigu Halldórs Laxness.
Eggið sem var í eigu Halldórs Laxness. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK