Fella aftur gengið í Kína

Seðlabanki Kína felldi í morgun gengi gjaldmiðilsins landsins, kínverska júansins, annan daginn í röð. Ákvörðunin hefur ollið titringi á fjármálamörkuðum víða um heim. Ráðamenn í landinu hafa reynt að róa fjárfesta og fullyrða að þetta sé ekki upphafið á „varanlegu“ gengisfalli.

Eins og kunnugt var gengi júansins lækkað um 1,9% í gær.

Hefur gengi kínverska gjaldmiðilsins nú ekki lækkað eins mikið gagnvart Bandaríkjadal í meira en tvo áratugi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Efnahagsráðuneyti Kína segir að lægra gengi muni auka útflutning í landinu, sem hefur átt erfitt uppdráttar.

Kínverskur útflutningur dróst saman um meira en 8% í júlímánuði. Eru uppi áhyggjuraddir um að kínverska hagkerfið, sem er það næst stærsta í heiminum, sé farið að gefa eftir.

En ákvörðun stjórnvalda í Pekinga hefur vakið ótta fjárfesta um að eins konar „gjaldmiðlarstríð“ sé í vændum. Ákvörðunin hefur sérstaklega verið gagnrýnd í Bandaríkjunum, þar sem markaðir tóku að lækka.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK