Ólafur græddi 43 milljónir á 4 mínútum

Stjórnendur Össurar hafa hver á fætur öðrum verið að nýta sér kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækinu á síðustu dögum og grætt á því milljónir króna. Í dag keypti Ólafur Gylfason, sölu- og markaðsstjóri Össurar, 150 þúsund hluti í fyrirtækinu á genginu 8,55 danskar krónur á hlut og seldi 147.022 hluti strax í kjölfarið á genginu 23,5 danskar krónur á hlut.

Hagnaður Ólafs af viðskiptum dagsins nemur því 2.172.517 dönskum króna, eða sem jafngildir tæpum 43 milljónum íslenskra króna.

Hlutina keypti hann klukkan 14:35 í dag seldi þá klukkan 14:39.

Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallarinnar. Kauprétturinn skilar svo miklu vegna mik­ill­ar hækk­un­ar á verði hluta­bréfa í Öss­uri á und­an­förn­um árum, frá gerð kauprétt­ar­samn­ings­ins í maí árið 2012.

Líkt og fram hefur komið nýtti Þor­vald­ur Ingvars­son, for­stöðumaður rann­sókn­ar og þró­un­ar hjá Öss­uri, sér einnig kauprétt­ar­á­kvæði í starfs­samn­ingi sín­um á dögunum og græddi á því um 105 millj­ón­ir króna.

Hið sama gerði Jón Sig­urðsson, for­stjóri Öss­ur­ar, og græddi á því 368 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK