Hörpuhótel verður Marriott Edition

Edition Hotel í London.
Edition Hotel í London. Mynd/Edition Hotels

Fyrsta fimm stjörnu hótel landsins við Hörpu verður rekið undir merkjum lúxushótelsins Marriott Edition. Heildarfjárfestingin nemur um 130 milljónum dollara, eða um 17 milljörðum íslenskra króna.

Hótelið á að verð hið glæsilegasta að allri gerð en þar verða 250 herbergi auk veilsu- og fundarsala, fjölga veitingastaða og heilsulind.

Bandaríska Carpenter & Comp­any á bygg­inga­rétt­inn og mun fjármagna framkvæmdina ásamt Eggerti Dagbjartssyni, sem er minnihlutaeigandi í Carpenter. Gerður hefur verið samningur til fimmtíu ára við Marriott Edition sem mun alfarið sjá um reksturinn.

Fjögur hótel

Sögu Marriott hótelkeðjunnar má rekja aftur til ársins 1927 en Edition hlutanum var hins vegar ekki komið á fót fyrr en árið 2008. Undir merkjum Marriott Edition eru rekin sérstök lúxushótel.

Marriott Edition hótelin eru fjögur í dag: Í London, Istanbúl, Miami og New York. Þá eru fjölmörg önnur í byggingu og verða opnuð á næstu árum en þau eru meðal annars í Kína, á Indlandi, Bali og í Hollywood.

Marriott Edition hótelin eru svokölluð „Boutique“  hótel þar sem hvert þeirra er hannað á mismunandi hátt. Í stað þess að einblína á samræmt útlit eru staðareinkenni og tíðarandi látin ráða hönnunninni.

Hampað í fjölmiðlum

Á heimasíðu Edition hótelanna er hægt að skoða myndir og fjölmiðlaumfjöllun um hvert þeirra. Forbes hefur m.a. sagt Edition hótelið í London vera það allra besta í borginni og Vanity Fair segir að keðjan vera eiga eftir að verða stórt nafn í hótelbransanum. Wall Street Journal segir veitingastaðinn í London vera meðal þeirra fegurstu í heimi, en hann hefur m.a. unnið Sleep-hótel-hönnunarverðlaunin, sem eru ein þau virtustu í heimi.

Ian Schrager er maðurinn á bak við hugmyndina að Edition hótelunum, en hann hefur m.a. verið kallaður „faðir Boutique-hótelanna“. Upphaflega öðlaðist hann hins vegar frægð fyrir að hafa stofnað næturklúbbinn margrómaða Studio 54 á áttunda áratug síðustu aldar.

Líkt og mbl greindi frá í dag munu fram­kvæmd­ir við Hörpu­hót­elið hefjast á næsta ári, en ekki í haust, líkt og upp­haf­lega stóð til. Þá er gert ráð fyr­ir að hót­elið verði opnað árið 2019, en ekki 2018, líkt og áður hafði komið fram.

Samkvæmt upplýsingum mbl töfðust framkvæmdirnar vegna tæknilegra atriða og leyfisveitinga, en ráðist verður í þær eins fljótt og hægt er.

Löng saga

Líkt og mbl hefur áður fjallað um á hót­elæv­in­týrið við Hörpu á sér nokkuð langa sögu, en fyr­ir hrun var byrja að skoða mögu­lega hót­el­bygg­ingu á reitn­um. Síðan hafa nokkrir mögulegir fjárfestar komið að verkefninu en í apríl var tilkynnt að samn­ing­ar hefðu náðst við banda­ríska fast­eigna­fé­lagið Carpenter & Comp­any um bygg­inga­rétt­inn.

Arion banki hefur komið að ýmsum hliðum verkefnisins er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru líkt og áður segir Eggert Dagbjartsson og Cartpenter & Co.

„Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggerti Dagbjartssyni sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ er haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu.
Hann segir samninginn sýna að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“

Mannvit og T.ARK vinna að hönnun

Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK, munu halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. „Við sem höfum komið að þróun þessa verkefnis frá upphafi erum mjög ánægð með að búið sé að ná samningum við Marriott og hlökkum því til að halda áfram að þróa, hanna og byggja fyrsta fimm stjörnu hótel Marriott á Íslandi með Carpenter & co,“ er haft eftir Tryggva Jónssyni, framkvæmdastjóra hjá Mannviti, í tilkynningu.

Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK.er sama sinnis. Að hans sögn ríkir mikil tilhlökkun um fyrirhugað samstarf við Marriott Edition og verða ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins hafðar í huga við hönnunina. „Okkur hlakkar til að takast á við þetta verkefni, sem verður bæði krefjandi og spennandi. Við hönnun fyrsta fimm stjörnu hótelsins á Íslandi munum við m.a. hafa í huga kröfur eigandans, væntingar gestanna og möguleika staðsetningarinnar þannig að úr verði glæsileg viðbót við umhverfi Hörpu og Austurhafnar.“

Veitingastaður á Edition hótelinu í New York.
Veitingastaður á Edition hótelinu í New York. Mynd/Edition Hotels
Frá Edition hótelinu á Miami.
Frá Edition hótelinu á Miami. Mynd/Edition Hotels
Frá Marriot Edition hótelinu í London.
Frá Marriot Edition hótelinu í London. Mynd/Edition Hotels
Teikning af Austurhöfn og hótelinu við hlið Hörpu.
Teikning af Austurhöfn og hótelinu við hlið Hörpu. Mynd/T.ark
Frá blaðamannafundinum í Hörpu í dag.
Frá blaðamannafundinum í Hörpu í dag. Mynd/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK