Google breytir vörumerkinu

Nýtt vörumerki Google.
Nýtt vörumerki Google.

Google kynnti nýtt og breytt vörumerki í gær við misjafnar undirtektir. Leturgerðin er einfaldari og á að vera auðveldari að lesa á smærri skjáum þar sem sífellt fleiri vafra um netið í snjallsímum og öðrum handhægum tækjum.

Fyrra vörumerkið sem flestir þekkja hefur verið í notkun frá september 2013 en frá því að Google var stofnað árið 1998 hafa einungis tvisvar verið gerðar stórtækar breytingar. Í október 1998 var litnum á stafnum „G“ í Google, breytt úr grænum í bláan auk þess sem upphrópunarmerki var sett fyrir aftan orðið. Það var tekið úr notkun í maí 1999.

Stafirnir eru í sans-serif leturgerð og þykkari en áður. Auk þess var búið til annað merki, marglitað „G“, sem verður notað þegar „Google“ kemst ekki fyrir á skjánum. Þá var fjórum punktum einnig bætt fyrir aftan „Google“ en þeir birtast þegar tækið er að vinna. 

„Þetta er hörmung,“ hefur CNN Money eftir Inu Saltz, letursérfræðingi. „Þetta er barnalegt og ófágað. Þetta lítur út eins og leir,“ segir hún og bætir við að Google hefði betur haldið sig við fyrra vörumerki.

„Google vörumerkið hefur alltaf verið vinalegt og aðgengilegt,“ sagði í bloggfærslu Google um breytingarnar. Þar segir að vörumerkið hafi átt að vera einfalt líkt og texti í skólabók.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK