Bankarnir innheimta fyrir hundruð þjónustuþátta

Þjónustuþættirnir sem bankarnir þrír taka gjald fyrir hlaupa á hundruðum.
Þjónustuþættirnir sem bankarnir þrír taka gjald fyrir hlaupa á hundruðum. Samsett mynd/Eggert

Hjá viðskiptabönkunum þremur er gjald tekið fyrir 1.072 þjónustuþætti þegar gjaldaliðir í verðskrám þeirra eru lagðir saman.

Hjá Arion banka hefur þjónustuþáttum sem gjald er tekið fyrir fjölgað um 113 síðustu 5 ár, gjaldaliðir í verðskrá bankans voru 455 í árslok 2010 en eru núna 568.

Hjá Landsbankanum hefur þjónustuþáttunum í verðskrá fjölgað um 20 á fimm árum, þeir voru 250 í árslok 2010 og eru nú um 270.

Hjá Íslandsbanka hefur þjónustuþáttum í verðskrá hins vegar fækkað um 83 liði undanfarin fimm ár, þeir eru núna 234 en voru 317 árið 2010, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þjónustugjöld bankanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK