Úlpum gjarnan stolið á haustin

Þegar kuldinn færist yfir reyna margir að stela hlýjum fötum.
Þegar kuldinn færist yfir reyna margir að stela hlýjum fötum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á þessum árstíma, í upphafi haustsins, er alltaf nokkuð um úlpuþjófnað að sögn Guðbjargar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Cintamani. Þjófarnir sem stálu tveimur Tolla-úlpum úr verslun Cintamani í fyrradag ganga enn lausir.

Hún segir lögreglu vera með málið á sínu borði en ekki hafa fengist upplýsingar um stöðuna frá lögreglu.

Líkt og mbl greindi frá í gær gengu mennirnir tveir í átt að búðarkassanum með úlpurnar en tóku síðan á rás og hlupu með þær út. Úlpur sem þess­ar eru afar verðmæt­ar en stykkið kost­ar 98.990 krón­ur og er feng­ur­inn því tæp­lega tvö hundruð þúsund króna virði.

Guðbjörg segir lögreglu líklega hafa nóg fyrir stafni sökum þjófnaðarhrinu í miðbænum. „Þetta gerist á þessum tíma, þegar úlpurnar eru að koma í búðir,“ segir hún. Aðspurð hvort úlpum hafi þá áður verið stolið úr verslunum Cintamani segir hún það alveg gerast. „Það er bara misjafnt eftir árstíma hverju er stolið,“ segir hún aðspurð hvort úlpurnar séu helsta skotmarkið. „Á þessum tíma eru það úlpurnar,“ segir Guðbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK