Unnu Haribo í bangsabaráttu

Bangsarnir tveir. Annar úr súkkulaði og hinn úr hlaupi.
Bangsarnir tveir. Annar úr súkkulaði og hinn úr hlaupi. AFP

Svissnenski súkkulaðiframleiðandinn Lindt & Spruengli hafði betur en þýski sælgætisframleiðandinn Haribo fyrir dómstólum. Síðarnefnda fyrirtækið krafðist þess að Lindt myndi hætta framleiðslu á gullbangsa úr súkkulaði

Haribo taldi framleiðsluna brjóta gegn vörumerkjarétti sínum og vísaði til „Gullbangsa“ eða „Golgbären“ vörumerkisins.

Haribo hóf framleiðslu á gúmmíböngsum á sjöunda áratugnum en súkkulaðibangsi Lindt kom á markað árið 2011. Haribo stefndi Lindt árið 2012 og sagði vörurnar of líkar og taldi að það myndi rugla neytendur.

Þýskur undirdómstóll hafði áður úrskurðað Haribo í vil en áfrýjunardómstóll komst að annarri niðurstöðu. 

Lindt hélt því fram að súkkulaðibangsinn væri byggður á súkkulaði-kanínunni svokölluðu, en hún er pökkuð inn í gylltan álpappír og með bjöllu um hálsinn. Kanínan hefur verið framleidd frá árinu 1952.

Í niðurstöðunni sagði að vöru Lindt mætti lýsa á margan hátt og að ekki þyrfti endilega að nota heitið „gullbangsi“. Í niðurstöðunni sagði einnig að koma þyrfti í veg fyrir einokun á hönnun í framleiðslu á þrívíddarhönnuðum varningi.

Í síðustu viku hafnaði Evr­ópu­dóm­stóll­inn um­leit­an Nestlé, sem hef­ur bar­ist fyr­ir því að fá hið „fjög­urra fingra“ út­lit súkkulaðistykk­is­ins KitKat skrá­sett vörumerki.

Frétt mbl.is: Þykir ekki nægilega auðkennandi

BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK