Átti Google.com í eina mínútu

Forstjóri Google, Sundar Pichai, á kynningu. Á dögunum tapaði Google …
Forstjóri Google, Sundar Pichai, á kynningu. Á dögunum tapaði Google léninu www.google.com í eina mínútu. AFP

Af einhverjum ástæðum var hægt að kaupa lénið Google.com á dögunum. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins rakst á það á netvafri og var fljótur að kaupa lénið. Kaupverðið fyrir fjölsóttustu síðu heims var ekki hátt, eða 12 dollarar, sem jafngildir 2.300 íslenskum krónum.

Í samtali við Business Insider segist Sanmay Ved hafa verið fljótur að stökkva til og kaupa lénið fræga. Ekki leið á löngu þar til hann fór að fá skilaboð sem ætluð voru eigendum Google og flokkast sem trúnaðarupplýsingar. Ved segir það vera hálf óhugnalegt að hann skuli hafa verið með fullan aðgang að stjórntækjum síðunnar um stund. 

Eignarhaldið entist þó ekki lengi þar sem kaupin voru afturkölluð eftir um eina mínútu með skilaboðum um að annar aðili væri þegar skráður eigandi. Ved fékk endurgreitt og hann áframsendi trúnaðarupplýsingarnar á öryggisteymi Google.

„Núna get ég að minnsta kosti sagt að ég hafi átt Google.com í eina mínútu,“ er haft eftir Ved.

Ved tók skjáskot af öllu ferlinu og birti á LinkdIn síðunni sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK