Nýjar atvinnutölur valda vonbrigðum

AFP

Færri ný störf urðu til í Bandaríkjunum í september en vænst hafði verið og færri voru ráðnir í vinnu þar í landi en spáð hafði verið.

Atvinnuleysi mælist enn 5,1% en alls fengu 142 þúsund manns nýja vinnu í september en spá greiningardeilda hljóðaði upp á 205 þúsund. Þetta þykja ekki jákvæðar tölur fyrir bandarískt efnahagslíf og peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna sem nú liggur undir feldi og íhugar stýrivaxtahækkun, sem yrði sú fyrsta í níu ár.

Talið er að færri ný störf megi meðal annars rekja til samdráttar í kínversku hagkerfi. Alls eru 7,9 milljónir án atvinnu í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK