Einkaþotufélag Róberts gjaldþrota

Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gjaldþrotaskiptum á félaginu Salt Avitation, sem hélt utan um rekstur einkaþotu Róberts Wessman, er lokið. Ekkert fékkst greitt upp í kröfur sem alls námu rúmum fjórum milljónum króna.

Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 15. maí sl. en skiptum var lokið 26. ágúst sl.

Salt Aviation var dótturfélag Salt Investment, eignarhaldsfélags Róberts. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að skuldir félagsins námu 259 milljónum króna við fall íslensku bankanna 2008.

Í fyrirtækjaskrá var skráður tilgangur félagsins „þjónustustarfsemi tengd flutningum með flugi“. Í samtali við Fréttablaðið í maí 2008 sagði Matthías Friðriksson, þáverandi starfsmaður Salt Investment, að félagið ætti í raun enga flugvél. Hins vegar leigði það stundum vélar sem hópur manna, sem tengdir voru félaginu viðskiptaböndum, höfðu aðgang að. Á sama tíma óskaði Salt eftir því að byggja tvö þúsund fermetra flugskýli á Reykjavíkurflugvelli til þess að þjónusta þessar vélar.

Mynd úr safni. Einkaþota Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Mynd úr safni. Einkaþota Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK