Hlutafé aukið hjá Arctic Trucks

Hlutafé Arctic Trucks hefur verið aukið um 470 milljónir.
Hlutafé Arctic Trucks hefur verið aukið um 470 milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutafé Arctic Trucks jeppamiðstöðvarinnar hefur verið aukið um 470 milljónir króna sem verða notaðar til frekari uppbyggingar erlendis.

Að aukningunni standa núverandi hluthafar ásamt Frumtaki 2, sem er fjárfestingasjóður í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fjármálastofnana.

Arctic Trucks rekur starfsstöðvar á Íslandi, í Noregi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en hefur auk þess gert sérleyfissamninga við aðila í Rússlandi, Bretlandi, Finnlandi, Póllandi, Hollandi og Suður-Afríku um framleiðslu, sölu og þjónustu við bifreiðar Arctic Trucks. Á annað hundrað manns starfa undir merkjum fyrirtækisins víða um heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK