Gvasalia tekur við af Wang

Bandaríski fatahönnuðurinn Alexander Wang kynnti síðustu sýninguna sína fyrir Balenciaga …
Bandaríski fatahönnuðurinn Alexander Wang kynnti síðustu sýninguna sína fyrir Balenciaga á föstudag. AFP

Evrópska tískuhúsið Balenciaga hefur ráðið hönnuðinn Demna Gvasalia sem nýjan listrænan stjórnanda tískuhússins. Gvasalia tekur við starfinu af Alexander Wang og verður fyrsta sýning han fyrir Balenciaga í mars á næsta ári. Gvasalia hefur vakið gríðarlega athygli og vinsældir fyrir vörumerki sitt Vetements.

Greint var frá þessu í morgun en í dag lýkur vor/sumar sýningunni í París. Balenciaga var stofnað af spænska hönnuðinum Cristóbal Balenciaga en er nú í eigu franska stórfyrirtækisins Kering.

Wang kynnti síðustu sýningu sína fyrir Balenciaga í París á föstudag en hann starfaði fyrir tískuhúsið í þrjú ár. 

Gvasalia mun áfram leiða listræna stjórnun hjá Vetements en vörumerkið setti hann á laggirnar árið 2013. Hann hefur einnig starfað fyrir Maison Martin Margiela og Louis Vuitton.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK