Taktföst hækkun launa og verðs hafin?

Innlendar vörur hafa tekið stökk upp á við á síðustu …
Innlendar vörur hafa tekið stökk upp á við á síðustu mánuðum. mbl.is/Hjörtur

Spyrja má hvort fyrirtækin í landinu hafi einfaldlega haft getu til þess að taka á sig miklar launahækkanir og hvort samkeppni á markaði hér á landi komi í veg fyrir að hækkanir launa fari að öllu leyti út í verðlag eins og venjan hefur lögnum verið.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að árangur af samningnum í upphafi ársins 2014 hafi verið einstakur hvað kaupmáttarþróun varðar. Kaupmáttur launavísitölunnar jókst um 5,8% á árinu 2014, en launavísitalan sjálf hækkaði um 6,6%. Í ár hefur launavísitalan hækkað um 6,1%, en kaupmátturinn um 3,6% frá áramótum til ágústmánaðar.

Bæði í aðdraganda síðustu kjarasamninga og í kjölfar þeirra hefur verið spáð aukinni verðbólgu. Verðbólgan hefur samt ekki aukist að ráði enn sem komið er. Bent er á að utanaðkomandi þættir hafi verið okkur óvenjulega hagstæðir, t.d. lækkun á olíuverði, sterkari króna og verðhjöðnun í Evrópu.

Í Hagsjánni segir að flestir verðbólguspámenn séu væntanlega enn á því að verðbólga muni aukast töluvert í kjölfar kjarasamninga í vor og sumar, áhrifin hafi einfaldlega tafist eitthvað.

Sé hins vegar litið á einstaka undirliði verðbólgunnar megi þó sjá að innlendar vörur hafi tekið stökk upp á við á síðustu mánuðum sem sé nokkuð úr takti við aðra undirliði vísitölunnar.

„Þetta styður að hefðbundið samhengi launa- og verðhækkana sé hafið,“ segir í Hagsjánni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK