Victoria's Secret í vandræðum

Hluti myndarinnar sem hefur verið gagnrýnd. Tengil á myndina má …
Hluti myndarinnar sem hefur verið gagnrýnd. Tengil á myndina má finna í textanum hér til hliðar. Skjáskot af Facebook síðu Victoria's Secret

Undirfatakeðjan Victoria's Secret hefur hlotið töluverða gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir birtingu myndarinnar hér til hliðar. Myndina í heild sinni má sjá á Facebook síðu fyrirtækisins en svo virðist sem gengið hafi verið of langt í myndvinnslu þar sem aðra rasskinnina vantar á fyrirsætuna.

Fjölmargir, sem virðast ekkert botna í vinnubrögðunum, hafa skilið eftir athugasemdir. Enda ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið hefur gerst sekt um slíka ofvinnslu þar sem Victoria's Secret á m.a. nokkrar myndir á lista Business Insider yfir verstu Photoshop-slys sögunnar.

Vinnubrögðin vekja sérstaka athygli þar sem einn helsti samkeppnisaðili Victoria's Secret er undirfatakeðjan Aerie sem hætti alfarið að breyta fyrirsætum í Photoshop á síðasta ári. Neytendur hafa tekið þeirri ákvörðun fagnandi þar sem sala á fyrsta ársfjórðungi jókst um átján prósent. Victoria's Secret hefur hins vegar ekki hlotið sama meðbyr þar sem söluaukningin nam einungis þremur prósentum á sama tíma.

Í samtali við Business Insider bendir prófessor í markaðsfræði við háskólann í Suður-Kaliforníu á að myndvinnslan dragi úr trausti neytenda á vörumerkinu. Hann segir fólk vera fullkomlega meðvitað um að verið sé að horfa á unnar myndir og að það sé ekki gott fyrir viðskiptin.

Auglýsing frá Aerie sem er hætt að breyta fyrirsætum í …
Auglýsing frá Aerie sem er hætt að breyta fyrirsætum í Photoshop. Mynd af Facebook síðu Aerie
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK