Google keypti abcdefghijklmnopqrstuvwxyz.com

Sundar Pichai, forstjóri Google.
Sundar Pichai, forstjóri Google. AFP

Tölvurisinn Google er nú stoltur eigandi lénsins abcdefghijklmnopqrstuvwxyz.com. Í ágúst stofnaði Google móðurfélagið Alphabet, eða sem útleggst stafrófið á íslensku, en það heldur utan um allar einingar samstæðunnar.

Á sama tíma opnaði fyrirtækið vefsíðuna abc.xyz og í kjölfarið hefur mikil sókn verið í stafrófstengd lén.

Þetta nýja tuttugu og sex stafa lén Google var áður í einkaeigu en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Í svari við fyrirspurn Business Insider um kaupin segir talsmaður Google að þeir hefðu áttað sig á því að nokkrir stafir gleymdust í léninu abc.xyz og að þeir væru bara að sýna vandvirkni.

Síðan tengd léninu er hins vegar ekki virk í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK