Lee og Lee eru þær ríkustu

AFP

Lee fjölskyldan í Suður-Kóreu er ríkasta fjölskyldan í Asíu, samkvæmt nýjum lista Forbes yfir 50 ríkustu fjölskyldurnar í Asíu. Lee fjölskyldan stýrir Samsung veldinu.

Eignir fjölskyldunnar eru metnar á 26,6 milljarða Bandaríkjadala en fjölskyldan stýrir um fimmtíu fyrirtækjum. Samsung veldið var stofnað árið 1938 af Lee Byung-Chull, sem var sonur vellauðugs kaupsýslumanns. Fyrirtækið er meðal annars áberandi á farsímamarkaði, byggingariðnaði og skipaiðnaði. Samsung, sem er enn í fjölskyldueigu, er á bak við 22% af vergri landsframleiðslu landsins. 

Tæplega helmingur ríkustu fjölskyldna í álfunni eru kínverskar. Í öðru sæti listans er fjölskylda, sem einnig ber ættarnafnið Lee, og er starfandi í Hong Kong. Sú fjölskylda stýrir Henderson Development og eru eignir hennar metnar á 24,1 milljarð Bandaríkjadala. 
Í þriðja sæti er indversk fjölskylda, Ambanis. En eignir hennar eru metnar á 21,5 milljarða dala.

1) Lee frá Suður-Kóreu (Samsung): 26,6 milljarðar Bandaríkjadala.

2) Lee frá Hong Kong (Henderson): 24,1 milljarður Bandaríkjadala.

3) Ambani frá Indlandi (Reliance): 21,5 milljarðar Bandaríkjadala.

4) Chearavanont frá Taílandi (Charoen Pokphand): 19,9 milljarðar Bandaríkjadala.

5) Kwok frá Hong Kong (Sun Hung Kai): 19,5 milljarðar Bandaríkjadala.

6) Kwek/Quek frá Singapúr og Malasíu (Hong Leong): 18,9 milljarðar Bandaríkjadala.

7) Premji frá Indlandi (Wipro): 17 milljarðar Bandaríkjadala.

8) Tsai frá Taívan (Cathay Financial): 15,1 milljarður Bandaríkjadala.

9) Hinduja frá Indlandi og Bretlandi (Hinduja Group): 15 milljarðar Bandaríkjadala.

10) Mistry frá Indlandi (Shapoorji Pallonji Group): 14,9 milljarðar Bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK