RÚV reiknar með hærra útvarpsgjaldi

Ríkisútvarpið í Efstaleiti.
Ríkisútvarpið í Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Áætlanir RÚV geta ráð fyrir hærra útvarpsgjaldi en er í fjárlagafrumvarpi. Nokkrar forsendur þurfa að ganga eftir til þess að ekki þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða í rekstri.

Í nýrri skýrslu um rekstur og starfsemi RÚV kemur fram að kröfur Ríkisútvarpsins um fjárveitingar geri ráð fyrir að útvarpsgjald verði 17.800 krónur og renni óskipt til þeirra frá 2016 og hækki með verðlagi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 16.400 króna útvarpsgjaldi.

Kröfur RÚV gera í heild ráð fyrir 182 milljóna króna aukafjárveitingu.

Gert ráð fyrir að 1,5 milljarða króna sölutekjur vegna sölu á byggingarrétti renni til RÚV að öllu leyti. Hluta lóðarinnar var hins vegar haldið utan stofnefnahagsreiknings frá nóvember 2006. Þar er skilgreind stærð lóðarhluta sem hægt er að byggja á 10.920 fermetrar. Þar af hélt ríkissjóður eftir 6.000 fermetrum eða 55%, sem metinn var á þeim tíma á 279 milljónir króna. RÚV þarf að fá heimild í fjáraukalögum til þess að ráðstafa söluandvirðinu til lækkunar skulda.

Þá er einnig skilyrt að ríkissjóður létti skuldabréfi að andvirði 3,2 milljarða króna, í eigu LSR, af RÚV.

Í skýrslunni segir að ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða sem bæta afkomuna verulega ef þessar forsendur ganga ekki eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK