Semja um kaup á 25 milljónum eldsneytislítra

Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Lúðvík Björgvinsson viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs, …
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Lúðvík Björgvinsson viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs, Sigurður Orri Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs, Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður Sjávarkaupa hf. og Samúel Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjávarkaupa hf.

Skeljungur hf. og Sjávarkaup hf., fyrir hönd fjölda sjávarútvegsfyrirtækja, hafa undirritað rammasamning um kaup á a.m.k. 25 milljónum lítra af eldsneyti á samningstímanum. Samningurinn tekur gildi 1. nóvember og gildir út 30. júní 2017, með möguleika á framlengingu.

Samningurinn var undirritaður í kjölfar útboðs Sjávarkaupa hf. um kaup á eldsneyti  en um var að ræða eitt stærsta útboð á olíu sem fram hefur farið hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Í útboðsferlinu var fjórum olíufélögum gefinn kostur á því að bjóða í kaupin en niðurstaða útboðsins var sú að gengið var til samninga við Skeljung hf.

Sjávarkaup hf. er þekkingar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í útboðum, innkaupum, innflutningi og eftirfylgni útboða fyrir einkafyrirtæki. Félagið er í eigu nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja og einstaklinga.

Markmið Sjávarkaupa hf. er að lækka rekstrarkostnað umbjóðenda sinna. Því markmiði hyggst Sjávarkaup hf. m.a. ná með útboðum á kaupum á vörum og þjónustu, þar sem styrkur magninnkaupa er nýttur til fulls til að knýja fram sem hagstæðast verð, segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK