Samruni Pfizer og Allergan í höfn

Allerg­an er móður­fé­lag Acta­vis á Íslandi.
Allerg­an er móður­fé­lag Acta­vis á Íslandi. mbl.is/Rósa Braga

Stjórn­ lyfjaris­ans Pfizer hefur samþykkt yfirtöku á Allerg­an, móður­fé­lagi Acta­vis á Íslandi. Samruninn er metinn á 160 millj­arða doll­ara eða um 21 þúsund millj­arða króna. Sameinað fyrirtæki verður stærsti lyfjaframleiðandi heims.

Allerg­an hét áður Acta­vis og á Björgólf­ur Thor Björgólfs­son um pró­sent í fé­lag­inu. Eft­ir samruna fyr­ir­tækj­anna var nafn þess fyrr­nefnda tekið upp fyr­ir sam­steyp­una. Síðar keypti ísra­elska lyfja­fyr­ir­tækið Teva Allerg­an.

Greinendur hafa bent á að töluvert skattahagræði fylgi samrunanum og er það talin ein meginástæða aðgerðanna. Allergan er skráð á Írlandi þar sem skattar á fyrirtæki eru lægri en í Bandaríkjunum.

Forstjóri Pfizer, Ian Read, verður forstjóri sameinaðs fyrirtækis en forstjóri Allergan, Brent Saunders verður framkvæmdastjóri.

Miklar sviptingar hafa verið á lyfjamörkuðum að undanförnu en líkt og áður segir keypti ísra­elska lyfja­fyr­ir­tækið Teva sam­heita­lyfja­hluta Allerg­an, sem áður hét Acta­vis, á 40,5 millj­arða Banda­ríkja­dala, í júlí sl. en kaupverðið svaraði til tæp­lega 5.500 millj­arða króna. Nafni Actavis var breytt í júní í kjölfar kaupa fyrirtækisins á lyfjaframleiðandanum Allergan í mars sl. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK